N.k sunnudag, 30.mars verður rosastuð í sunnudagaskólanum. Þar sem þetta er síðasta skipti sunnudagaskólans á þessari önn ætlum við að breyta aðeins til:). Það verður m.a andlitsmálning, hoppukastali, krítar, leikir og gluggamálning. Við ætlum einnig að bjóðum upp á pulsur og djús. Vonandi sjáumst við öll hress og kát á sunnudaginn. Vinir og vandamenn hjartanlega velkomnir:)

Kærleikskveðja og hjartans þakkir fyrir frábært ár :).   Sunnudagaskólinn hefst svo aftur í september.

Sara, Áslaug og Ingibjörg

27. mars 2014 - 19:08

Helga Kolbeinsdóttir