Starf organista og tónlistarstjóra við Digranessöfnuð í Kópavogi er laust til umsóknar. Um fullt starf er að ræða og verður ráðið í starfið frá og með 1. júní 2014. Auk starfs organista þá skal starfsmaðurinn hafa forystu í tónlistarstarfi safnaðarins. M.a. að sjá til þess að sönghópur sé ævinlega tiltækur til að leiða söng við kirkjulegar athafnir á vegum safnaðarins.

Skilyrði er að umsækjendur hafi lokið kantorsprófi og hafi víðtæka þekkingu og reynslu af að vinna með kór.

Starfskjör, réttindi og skyldur eru skv. kjarasamningi Launanefndar Þjóðkirjunnar og FÍO/organistadeildar FÍH.

Umsóknarfrestur er til 31. maí 2014 og skulu umsóknir sendar formanni sóknarnefndar Digranessóknar, Hreggviði Norðdahl, Álfhólsvegi 93, 200 Kópavogur.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Sr. Gunnar Sigurjónsson (554 1620) sóknarprestur og Dr. Hreggviður Norðdahl (898 5413) formaður sóknarnefndar. Með umsókn um starfið veitir umsækjandi heimild til öflunar sakarvottorðs.

Við ráðningu í starfið er tekið mið af jafnréttisáætlun kirkjunnar.

29. apríl 2014 - 12:22

Sr. Gunnar Sigurjónsson