Hin árlega bílamessa verður á Uppstigningardag, fimmtudaginn 29. maí klukkan 20.
Þar munu félagar í Fornbílaklúbbnum koma með bíla sína og eru áhugafólk um bíla og bílamenningu velkomið.
Fyrir og eftir messu gefst færi á því að skoða bílana og spjalla við eigendur þeirra.
Allir eru velkomnir að koma með bíla sína til sýnis, óháð því hvort þau séu í Fornbílaklúbbnum eða ekki.
Sólveig Sigríður Einarsdóttir leikur á orgelið og Einar Clausen, söngvari sér um að flytja okkur eldri lög sem hæft fólki sem hefur unun af gömlum og sérstökum bílum 🙂
Lögin sem þau Sísa og Einar hafa valið þetta árið eru algjört hunang í hlustun. Virkilega þess virði að koma og njóta messunnar.
25. maí 2014 - 19:05
Sr. Gunnar Sigurjónsson