Digraneskirkja og Hjallakirkja eru í samstarfi um helgihald á Uppstigningardag og Hvítasunnudag.
Sá háttur er hafður á að skiptast á að messa í sín hvorri kirkjunni og söfnuðirnir sækja helgihald hvor hjá öðrum.
Uppstigningardagur er líka haldinn sem kirkjudagur aldraðra.

Uppstigningardag erum við í Hjallakirkju þetta árið klukkan 14 en á Hvítasunnudag erum við í Digraneskirkju klukkan 11
Uppstigningardagur er 29. maí og Hvítasunnudagur er 8. júní.

27. maí 2014 - 14:16

Sr. Gunnar Sigurjónsson