Sameiginleg messa Digranes- og Hjallasafnaða er á Hvítasunnudag, 8. júní klukkan 11 í Digraneskirkju

sr. Magnús Björn Björnsson, prestur í Digraneskirkju leiðir messuna og  sr. Halldór Reynisson, settur sóknarprestur í Hjallakirkju prédikar.

Kór Digraneskirkju annast um safnaðarsöng og Sólveig Sigríður Einarsdóttir stjórnar kórnum og leikur á orgelið. Marteinn Snævarr Sigurðsson og Þórhallur Bjarnason syngja einsöng.

Veitingar verða eftir messuna í boði Digranessóknar.

Aðalsafnaðarfundur kl. 13.30. Venjuleg aðalfundastörf.

30. maí 2014 - 15:53

Sr. Gunnar Sigurjónsson