Þessi mynd er tekin í hjónavígslu Arnars Loga og Huldu Kristínar um síðustu helgi.

Það er engu líkara en blessun streymi í geislum sólarinnar til brúðhjónanna.

Sálmur 948

Þar sem Drottinn ber á borð
blessun streymir niður.
Þar sem hljómar himneskt orð
helgur ríkir friður.
Fyrir allt sem mettar mann
miklum ríka gjafarann.
Lof og dýrð sé Drottni.

Steinn Sigurðsson

14. ágúst 2014 - 10:32

Sr. Gunnar Sigurjónsson