Nú hefst sunnudagaskólin með gleðiraust kl. 11 á sunnudaginn. Fjölbreytni og gleði einkenna stundirnar. Biblíusaga, söngur og föndur verður á sínum stað, en einnig fá börnin tækifæri til að uppgötva hæfileika sína. Í október verður svo uppskeruhátíð og sýning. Hafdís og Klemmi ásamt Tófu koma í heimsókn og margir fleiri. Í september verður sköpunargleðin í fyrirrúmi. Þær Ingibjörg, Sara og Áslaug leiða stundirnar og sr. Magnús og sr. Gunnar koma öðru hvoru í heimsókn. Kl. 11 er messa. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, hérðastprestur, þjónar. Sólveig Sigríður Einarsdóttir, organisti, ásamt Kór Digraneskirkju leiða safnaðarsöng. Eftir sunnudagaskólann og messuna verður léttur hádegisverður í Safnaðarsalnum. Verð kr. 500 en fjölskyldur þurfa ekki að greiða meira en kr. 1000. Kl. 13 hefst fermingarfræðslan. Sjá www.digraneskirkja/athafnir/ferming
2. september 2014 - 15:33
Sr. Magnús Björn Björnsson