![Sigurjón Árni Eyjólfsson](https://www.digraneskirkja.is/wp-content/uploads/2012/03/sigurjonarni.jpg)
Næsta sunnudag 7. september mun sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson þjóna fyrir altari og prédika í messunni. Hann er héraðsprestur Reykjavíkurprófastsdæmis eystra en það er einmitt prófastsdæmið okkar.
Félagar úr kór Digraneskirkju annast messusöng og Gróa Hreinsdóttir er við orgelið.
Sunnudagaskólinn er á sama tíma í kapellu á neðri hæð. Léttar veitingar í hádeginu í safnaðarsal á eftir (kr. 500 -kr. 1000 á fjölskyldu)
3. september 2014 - 13:04
Sr. Gunnar Sigurjónsson