Fimmtudaginn 25. september eru 20 ár liðin frá vígslu Digraneskirkju. Við minnumst þess í messu á sunnudaginn kl. 11. Þorgils Hlynur Þorbergsson, guðfræðingur, sonur sr. Þorbergs Kristjánssonar, prédikar. Sr. Magnús Björn Björnsson þjónar fyrir altari. Kammerkór Digraneskirkju leiðir safnaðarsöng undir stjórn Sólveigar Sigríðar Einarsdóttur. Textar dagsins.

Á neðri hæð er sunnudagaskólinn í fullum gangi undir styrkri stjórn Ingibjargar Stefánsdóttur, Söru og Áslaugar.

Í hádeginu gefst okkur tækifæri til að eiga gott samfélag og borða saman. Verð kr. 500 á mann, en fjölskylduverð kr. 1000.

 

18. september 2014 - 17:04

Sr. Magnús Björn Björnsson