sr. Gunnar er á landinu núna, en hann verður mikið á faraldsfæti þennan veturinn. Hann messar næsta sunnudag, 28. september kl. 11, og um það bil mánaðarlega eftir það.
Söngvinir, kór aldraðra í Kópavogi annast um sönginn og stjórnandi þeirra, Bjartur Logi Guðnason, leikur á orgelið. Skírn verður í messunni og svo er í boði léttur hádegisverður (kr. 500) að messu lokinni.
Á myndinni sem fylgir þessari frétt má sjá Sísu, organista kirkjunnar, sturta ísköldu vatni yfir sóknarprestinn. Henni þótti það ekki leiðinlegt 🙂
24. september 2014 - 13:40
Sr. Gunnar Sigurjónsson