Ríkisútvarpið útvarpar á hverjum sunnudegi messu fyrir allan landslýð.
Nú ber svo við að Digraneskirkja hefur verið beðin um að sjá um slíka messu á sunnudaginn.
Þá verður öllu tjaldað til. Við ætlum að nota flesta kórana sem syngja hjá okkur. Kór Digraneskirkju, kammerkór Digraneskirkju, Samkór Kópavogs og Drengjakór íslenska lýðveldisins.
sr. Gunnar leiðir messuna og leikmenn lesa ritningarlestra. Sólveig Sigríður Einarsdóttir, organisti Digraneskirkju annast um tónlistina og leikur undir bæði á orgelið og flygilinn.
Ekki verður altarisganga að þessu sinni, þar sem það þykir lítið „útvarpsvænt“, eins og það er kallað.
Sunnudagaskólinn er á sínum stað í kapellu á neðri hæð á sama tíma og messan og svo geta allir komið í súpu á eftir í safnaðarsalnum.
Fermingarfræðsla er svo klukkan 13. Þar verður fræðsla um Hjálparstarf kirkjunnar og Irene, 19 ára, og Ronald, 24 ára, frá starfssvæðum í Úganda koma í heimsókn.
Allir eru velkomnir að hlýða á kynninguna og eru foreldrar fermingarbarna hvött til að mæta.
9. október 2014 - 09:47
Sr. Gunnar Sigurjónsson