Næsta sunnudag, 2. nóvember mun héraðsprestur Reykjavíkurprófastsdæmis eystra, sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, messa í Digraneskirkju.

Hljómsveit Gunnars Böðvarssonar og kór Digraneskirkju annast um tónlistina, Emil og Íris Verudóttir syngja.
Í messunni fer fram kynning á Gídeonfélaginu.

Textar dagsins 20. sunnudagur eftir þrenningarhátíð (litur grænn)

Textar allra heilagra messu (litur rauður eða hvítur)

Allra heilagra messa er árlega 1. nóvember. Um það má lesa hér.
Hún er gjarnan haldin fyrsta sunnudag í nóvember og því er val þennan sunnudag um hvort heldur sem er að styðjast við texta sunnudagsins eða yfirfæra texta Allra heilagra messu á fyrsta sunnudag nóvember mánaðar.  Bæði tilbrigðin eru því sett fram hér.

Sunnudagaskólinn er í kapellu á neðri hæð meðan messan stendur yfir og súpan er svo í safnaðarsalnum á eftir (kr. 500 eða kr. 1000 fyrir fjölskyldu)

27. október 2014 - 10:21

Sr. Gunnar Sigurjónsson