Næsta sunnudag, 9. nóvember er Kristniboðsdagurinn.
Í messunni kl. 11 verður skírn og fermingarbörnin skila söfnunarbaukunum fyrir Hjálparstarf kirkjunnar.
Fermingarbörnin hafa í vikunni farið í hús að safna fé svo byggja megi brunna fyrir neysluvatn í Afríku.
Söfnunarbaukarnir verða færðir upp á altari kirkjunnar og beðið fyrir verkefninu.
sr. Gunnar Sigurjónsson leiðir messuna, Sólveig Sigríður Einarsdóttir er við orgelið og Samkór Kópavogs annast um söng í messunni.
Eftir messuna er svo hádegisverður í safnaðarsalnum (kr. 500 eða kr. 1000 á fjölskyldu).
5. nóvember 2014 - 16:32
Sr. Gunnar Sigurjónsson