Friðarloginn frá Betlehem kemur í Digraneskirkju á fyrsta sunnudegi í aðventu.

Skátar úr st. Georgsgildi munu færa friðarlogann til okkar en hann er varðveittur hjá nunnunum í Hafnarfirði þar sem hann logar allt árið um kring.
Árlega koma svo skátarnir með logann og hann mun loga á altari kirkjunnar alla aðventuna og jólin fram að þrettándanum.
Þessi athöfn fer fram við forspil í messunni klukkan 11

Sjá meira um friðarlogann hér: http://www.fridarlogi.is/ 

27. nóvember 2014 - 10:09

Sr. Gunnar Sigurjónsson