Jólaball sunnudagaskólans er kl. 11. Það hefst með helgistund í kirkjunni. Eftir hana verður gengið í kringum jólatré. Jólasveinar koma í heimsókn og svo drekkum við súkkulaði og eigum notalega stund á eftir.
Kl. 14 er aðventustund Söngvina, kórs eldri borgara í Kópavogi. Kórinn syngur falleg aðventu og jólalög. Við heyrum jólasögu og ljóð, einsöng og loks syngjum við öll saman. Eftir stundina verður boðið upp á heitt súkkulaði og piparkökur.
10. desember 2014 - 15:19
Sr. Magnús Björn Björnsson