Sunnudaginn 22. mars kl. 11 messar sr. Magnús Björn Björnsson og hljómsveitin Ávextir andans leiða safnaðarsöng.  Boðunardagur Maríu kemur með gleðisveip inn í föstuna. Við skiptum úr fjólubláu í hvítan lit gleði og fagnaðar.

Á neðri hæðinni er sunnudagaskólinn í miklu fjöri leiddir af Ingibjörgu, Söru og Áslaugu.

Eftir messu og sunnudagaskóla er upplagt að fá sér léttan hádegisverð í Safnaðarsalnum. Kr. 500 á mann en fjölskyldur greiða hámark kr. 1000.

19. mars 2015 - 12:58

Sr. Magnús Björn Björnsson