Á sunnudaginn verður messa undir kjörorðinu: „hjólað til messu“. Allir eru hvattir til að koma hjólandi eða gangandi til messu. Við styðjum heilbrigðan lífsstíl og styðjum átakið „hjólað til vinnu“.
Sr. Magnús Björn Björnsson þjónar. Hljómsveitin Ávextir andans leiða safnaðarsöng.
Eftir messu er léttur hádegisverður í safnaðarsal kirkjunnar.
6. maí 2015 - 12:16
Sr. Magnús Björn Björnsson