Tónlistarguðsþjónusta sunnudaginn 17. maí kl. 11. Aðalsafnaðarfundur kl. 13

Þú ert hér: ://Tónlistarguðsþjónusta sunnudaginn 17. maí kl. 11. Aðalsafnaðarfundur kl. 13

Kammerkór Digraneskirkju mun syngja fallega sálma og sönglög í guðsþjónustu 17. maí kl. 11. Stjórnandi kórsins er Sólveig Sigríður Einarsdóttir organisti.

Tónlistarguðsþjónustan er síðasta guðsþjónusta kórsins á vetrinum, uppskeruhátíð og gleði.

Sr. Magnús Björn Björnsson þjónar. Hádegisverður á vægu verði eftir guðsþjónustuna.

Kl. 13 verður aðalsafnaðarfundur Digranessóknar. Venjuleg aðalfundastörf.

 

 

By |2015-05-19T12:39:04+00:0012. maí 2015 16:31|