Næsta sunnudag, 23. ágúst mun sr. Gunnar leiða messuna.
Skírt verður í messunni og það er einnig skírn í framhaldi hennar kl. 12:30

Ekki verður boðið upp á veitingar í safnaðarsalnum eftir messu en við verðum með það sem fastan lið þegar safnaðarstarfið byrjar.
Við gerum ráð fyrir því að sunnudagaskólinn og almennt safnaðarstarf hefjist sunnudaginn 6. september.
Þá verður líka súpa og meðlæti eftir messuna.

17. ágúst 2015 - 18:10

Sr. Gunnar Sigurjónsson