Sr. Magnús Björn Björnsson þjónar í messu á sunnudaginn. Sólveig Sigríður Einarsdóttir organisti sjórnar félögum úr Kór Digraneskirkju og leikur undir. Við fáum að heyra einsöng og þrísöng.

Sunnudagaskólinn er á neðri hæðinni. Þar ríkir gleði og gaman. Heiðrún, Áslaug og Tinna leiða sunnudagaskólann.

Hádegisverðurinn verður framreiddur á neðri hæðinni í þetta sinn. Hann er á kr. 500 fyrir einstaklinga en aðeins 1000 kr. fyrir fjölskyldur.

Fermingarfræðslan hefst kl. 12.30, þegar við erum búin að borða. Lesa skal bls. 50-59 um trú og efa og  trú og vísindi.

11. september 2015 - 18:47

Sr. Magnús Björn Björnsson