Á sunnudaginn 4. október n.k. verður þakkargjörðarhátíð kl. 11. Sóknarnefnd langar fyrir hönd safnaðarins til að þakka sérstaklega fyrrverandi starfsmönnum og kórfélögum gott og óeigingjarnt starf. Allir starfsmenn og gamlir kórfélagar eru sérstaklega boðnir velkomnir.
Í sunnudagaskólanum munu þær Áslaug, Heiðrún og Sara eiga góða stund með börnunum. Í lok stundanna er teiknað eða föndrað.
Að messu lokinni er hádegisverður í Safnaðarsalnum. Þangað safnast foreldrar með börnin sín og kirkjugestir til að eiga notalegt samfélag. Verið hjartanlega velkomin.
28. september 2015 - 17:31
Sr. Magnús Björn Björnsson