Messa verður kl. 11 á sunnudaginn 8. nóvember. Þá leiða félagar úr Kór Digraneskirkju og Samkór Kópavogs safnaðarsönginn. Organisti og kórstjóri er Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Sr. Magnús Björn Björnsson þjónar fyrir altari. Fermingarbörn skila söfnunarbaukunum í messunni. Það er við hæfi því þennan dag er kristniboðsdagurinn í Þjóðkirkjunni.

Í kapellunni á neðri hæð kirkjunnar er sunnudagaskóli í umsjá Hugrúnar, Áslaugar og Söru.

Eftir messu er léttur hádegisverður í safnaðarsalnum. Hann kostar kr. 500, en fjölskylduverð er kr. 1000.

4. nóvember 2015 - 10:56

Sr. Magnús Björn Björnsson