Á aðfangadag kl. 15 verður jólastund fjölskyldunnar í Digraneskirkju. Jólakórinn syngur og leiðir jólalögin. Okkur vantar fleiri börn á aldrinum 6-15 ára í kórinn. Viltu vera með? Skráðu þig hjá magnus@digraneskirkja.is . María Magnúsdóttir stjórnar kórnum. Æfingar: Sunnudaginn 20. des. kl. 11 og mánudaginn 21. des. kl. 17.
Á jólastundinni verða jólin sungin inn, við heyrum jólaguðspjallið og brúðuleikhús gleður okkur.
13. desember 2015 - 17:58
Sr. Magnús Björn Björnsson