Hjóna- og paranámskeiðið hefst 21. jan. 2016 kl. 18
Farðu á stefnumót með elskunni þinni 😉
Hjóna- og paranámskeiðið verður sjö kvöld á fimmtudögum. Það hefst með kvöldverði 21. janúar 2016 kl. 18. Því lýkur fimmtudaginn 3. mars.
Eftir kvöldverðinn er horft á fyrirlestur, svo vinna pörin saman. Þau þurfa ekki að deila skoðunum sínum með öðrum pörum eða hjónum.
Á námskeiðinu er farið í listina að tjá sig og hvernig við leysum úr ágreiningi. Máttur fyrirgefningarinnar er skoðaður. Fjallað er um foreldra og tengdaforeldra og tengslin við þau. Mikilvægir lestrar eru um ástina í verki og gott kynlíf.
Kostnaður er aðeins 1500 á mann (3000 á par/hjón) hvert kvöld. Innifalið: kvöldverður, vinnubók og fræðsla. Umsjón hafa hjónin sr. Magnús Björn Björnsson og Guðrún Dóra Guðmannsdóttir.
Nánari upplýsingar má fá hjá sr. Magnúsi Birni Björnssyni magnus@digraneskirkja.is eða í síma 5541620.
Tilgangur hjóna- og paranámskeiðsins er að hjálpa okkur að ná betur saman svo sambandið endist alla ævi.
29. desember 2015 - 16:04
Sr. Magnús Björn Björnsson