Gleðilegt nýtt ár og velkomin í Digraneskirkju.

Messa kl. 11. Sr. Magnús Björn Björnsson þjónar. Ávextir andans leika fyrir safnaðarsöng. Hádegisverður eftir messu.

Sunnudagaskólinn verður kl. 11 í umsjá Áslaugar, Söru og Hugrúnar eins og fyrir jól. Hann er á neðri hæð Digraneskirkju. Eftir áramót verður bæði spennandi og fræðandi efni ásamt frábæru sunnudagaskólalögunum. Eftir stundirnar fá börnin að leika sér, teikna, perla eða gera eitthvað skemmtilegt. Allir eru síðan velkomnir í hádegisverð uppi í Safnaðarsalnum. Þar er fjölskylduverð á matnum kr. 1000.

4. janúar 2016 - 13:34

Sr. Magnús Björn Björnsson