Sunnudaginn 21. febrúar verður messa kl. 11. Sr. Magnús Björn Björnsson þjónar ásamt messuþjónum. Söngvinir, kór eldri borgara í Kópavogi, syngja undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar, organista.

Á neðri hæð kirkjunnar er sunnudagaskóli undir stjórn Áslaugar, Heiðrúnar og Söru.

Eftir messu er boðið upp á léttan hádegisverð í Safnaðarsal kirkjunnar. Þar er jafnan gott að koma saman, spjalla og eiga notalega stund.

15. febrúar 2016 - 15:52

Sr. Magnús Björn Björnsson