Kirkjukór Hvammstangakirkju heimsækir Digranessöfnuð og syngur við messu. Kórinn syngur undir stjórn Pálínu Fanneyjar Skúladóttur organista. Sólveig Sigríður Einarsdóttir organisti leikur undir. Sr. Magnús Björn Björnsson þjónar fyrir altari.

Á neðri hæðinni er sunnudagaskólinn í fullum gangi undir stjórn Áslaugar, Heiðrúnar og Söru.

Léttur hádegisverður er borinn fram í Safnaðarsal kirkjunnar eftir messu.

Kl. 13 – Æfing fermingarbarna pálmasunnudags kl. 11 (Álfhólsskóli og Kópavogsskóli).

Kl. 14 – Æfing fermingarbarna skírdags kl. 11 (Smáraskóli).

Kl. 15 – Æfing fermingarbarna annars páskadags.

6. mars 2016 - 22:18

Sr. Magnús Björn Björnsson