Í messunni á sunnudaginn þjónar sr. Magnús Björn Björnsson fyrir altari. Söngvinir, kór eldri borgara í Kópavogi leiða safnaðarsöng og gleðja okkur með nokkrum fallegum lögum. Stjórnandi kórsins og organisti er Bjartur Logi Guðnason.
Laugardaginn 23. apríl verða tónleikar með Söngvinum og Kór eldri borgara í Garðabæ kl. 16 í kirkjunni.
Messan hefst á því að börn úr sunnudagaskólanum verða með í messunni. Sóknarnefndin vill þakka leiðtogum sunnudagaskólans fyrir vel unnin störf í vetur.
Eftir messu verður léttur hádegisverður í Safnaðarsal kirkjunnar.
20. apríl 2016 - 12:39
Sr. Magnús Björn Björnsson