Hvítasunnudagur 15. maí kl. 11

Þú ert hér: ://Hvítasunnudagur 15. maí kl. 11

Hátíðarguðsþjónusta í samstarfi við Hjallasöfnuð. Fermd verður Sæsól Ylfa Jóhannsdóttir, en hún hefur verið í fermingarfræðslu hjá íslenska söfnuðinum í Noregi. Prédikun flytur Ólafur Jón Magnússon guðfræðinemi, en hann lýkur námi nú í vor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ. Sr. Gunnar Sigurjónsson og sr. Magnús Björn Björnsson þjóna fyrir altari. Kammerkór Digraneskirkju leiðir safnaðarsöng undir stjórn Sólveigar Sigríðar Einarsdóttur organista.

Eftir messu er léttur hádegisverður í safnaðarsal Digraneskirkju.

By |2016-05-15T13:31:59+00:0013. maí 2016 13:45|