Digranessókn auglýsir starf æskulýðsfulltrúa til eins árs. Starfshlutfall er 50%. Ráðið verður í starfið frá 1. ágúst n.k. Starfið er til reynslu í eitt ár og ákvörðun um framhald þess verður tekin vorið 2017. Óskað er eftir starfsmanni með haldgóða menntun og / eða reynslu úr starfi með börnum og unglingum. Í æskulýðsstarfi Digranessóknar er lögð áhersla á að mæta þörfum og áhuga allra barna og unglinga.

Helstu verkefni:

  • Mótun og skipulag æskulýðsstarfsins.
  • Ráðning starfsfólks í æskulýðsstarfið.
  • Þátttaka í samráðsfundum með öðru starfsfólki sóknarinnar.
  • Þátttaka í æskulýðsstarfinu skv. nánara samkomulagi.
  • Þátttaka í fermingarfræðslu og jólastundum skóla.
  • Vera tengiliður við leiðtoga og annast daglega umsýslu.
  • Ábyrgð á framkvæmd sameiginlegra viðburða.

Kröfur um menntun og reynslu.

Æskilegt er að æskulýðsfulltrúi hafi uppeldis-, leiðtoga-, djákna- eða guðfræðimenntun og / eða  haldgóða reynslu úr kristilegu æskulýðsstarfi.

Laun skv. kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags.

 

Nánari upplýsingar veitir sr. Gunnar Sigurjónsson sóknarprestur, gunnar@digraneskirkja.is

Umsóknarfrestur er til og með 20. júní nk.

Umsóknir berist á netfangið helgisla@gmail.com

9. júní 2016 - 17:50

Sr. Gunnar Sigurjónsson