Messa kl. 11. Í henni bjóðum við velkomin foreldra og fermingarbörnin sem ætla að vera á haustnámskeiðinu. Messan er upphaf námskeiðsins. Gott er að hafa með sér Kirkjulykilinn með verkefnum fyrir messurnar. Í messunni þjóna prestar kirkjunnar sr. Magnús Björn Björnsson og sr. Gunnar Sigurjónsson og nýi æskulýðsfulltrúinn Eline Elveg Rabbevaag. Organistinn Sólveig Sigríður Einarsdóttir leikur viðeigandi lög og sálma á orgelið.

Eftir messuna er öllum boðið í léttan hádegisverð í Safnaðarsal kirkjunnar. Um 12.30 verður stutt stund þar sem farið verður yfir námskeiðið og sett fyrir.

 

10. ágúst 2016 - 14:55

Sr. Magnús Björn Björnsson