Næsta sunnudag, 4. september hefst vetrarstarfið í Digraneskirkju.
Af því tilefni ætlum við að hafa guðsþjónustu með sunnudagaskólanum í kirkjunni klukkan 11, leika á gítar í staðin fyrir orgel og hafa guðsþjónustuna barnvæna.
Sungin verða sunnudagaskólalög, brúðuleikhús og bænaganga um kirkjuna.
Eftir messu verður hádegisverður og svo fermingarfræðsla í kapellu á neðri hæð eftir matinn.
31. ágúst 2016 - 16:31
Sr. Gunnar Sigurjónsson