Við gerum svo sem engar kröfur til spariklæðnaðar sérstaklega á sunnudaginn en….. 🙂
Kammerkórinn okkar ætlar að fara í „tónlistarleg-spariföt“ og syngja valdar perlur tónlistarsögunnar, svo það verður lítið notast við sálmabókina að þessu sinni.
Komið og njótið þess að hlýða á einstaklega fallegan söng.
Meira að segja Forspil og Eftirspil verða sungin.
Prestur á sunnudaginn er sr. Gunnar Sigurjónsson og Sólveig Sigríður Einarsdóttir, leikur undir bæði á flygil og orgel ásamt því að stjórna Kammerkórnum.

20. september 2016 - 13:08

Sr. Gunnar Sigurjónsson