Messan er í höndum séra Magnúsar Björns Björnssonar og Ávaxta andans, sem leiða safnaðarsöng að þessu sinni. Við syngjum ljúfa kóra og sálma. Guðspjall dagsins fjallar um það þegar Jesús fyrirgefur syndir og læknar lamaðann mann.

Í sunnudagaskólanum heldur fjörið áfram. Þar fá börnin að kynnast Jesú og læra að biðja. Eline, Heiðrún og Sara sjá um stundina.

Eftir messu er svo hádegisverður í safnaðarsal kirkjunnar. Verðið er kr. 500, en fjölskyldur þurfa ekki að greiða meira en kr. 1000.

28. september 2016 - 11:48

Sr. Magnús Björn Björnsson