Messa og sunnudagaskóli sunnudaginn 23. október kl. 11

Þú ert hér: ://Messa og sunnudagaskóli sunnudaginn 23. október kl. 11

Messa kl. 11. Sr. Magnús Björn Björnsson þjónar fyrir altari. Sólveig Sigríður Einarsdóttir er organisti og Ásdís Arnalds leiðir safnaðarsöng. Guðrún Embla Finnsdóttir leikur á fiðlu. Prédikun dagsins fjallar um fyrirgefninguna og útskýringu Jesú með dæmisögunni um skulduga þjóninn.

Á neðri hæðinni er sunnudagaskólinn undir frábærri stjórn Eline, Heiðrúnar og Söru.

Eftir messu er indælis hádegisverður í Safnaðarsalnum, sem húsmóðirin Ólöf I. Jónsdóttir reiðir fram. Fjölskylduverð er kr. 1000, en kr. 500 fyrir einstaklinga.

By |2016-11-19T11:04:20+00:0019. október 2016 17:16|