Á kristniboðsdaginn, 13. nóv. n.k. mun guðfræðingurinn Þorgils Hlynur Þorbergsson prédika við messuna. Söngvinir, kór eldri borgara í Kópavogi syngur undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar, organista. Strengjasveit spilar eftirspil. Hana skipa Helena Ýr Stefánsdóttir, Hrafnhildur Ming Þórunnardóttir, Ársól Erla Aradóttir og Anna Vigdís Magnúsdóttir. Fyrir altari þjónar sr. Magnús Björn Björnsson.

Á neðri hæð kirkjunnar er sunnudagaskólinn undir stjórn Eline, Heiðrúnar og Söru.

Eftir messu er hádegisverður í Safnaðarsalnum. Allir eru hjartanlega velkomnir.

10. nóvember 2016 - 11:17

Sr. Magnús Björn Björnsson