Velkomin í sunnudagaskólann á neðri hæð kirkjunnar. Þar taka Eline, Heiðrún og Sara vel á móti börnunum.

Í messunni þjónar sr. Magnús Björn Björnsson ásamt góðum hópi messuþjóna. Við orgelið situr Sólveig Sigríður Einarsdóttir og stýrir félögum úr Samkór Kópavogs.

Eftir messu er svo sameignlegur hádegisverður í Safnaðarsalnum. Verðið er kr. 500 fyrir manninn, en 1000 fyrir fjölskylduna. Veriði hjartanlega velkomin.

Kl. 12.30 er fermingarfræðsla. Þetta er næst síðasti tími vetrarins fyrir þau sem luku haustnámskeiði.

2. febrúar 2017 - 17:18

Sr. Magnús Björn Björnsson