Fræðsluerindi um Spirituality og dementia verður haldið í Digraneskirkju, föstudaginn 10.mars, kl. 8:30-10:00.
Erindið er á vegum Guðfræðistofnunar og í samvinnu við Digraneskirkju.
Fyrirlesari er dr. John Swinton, prófessor í praktískri guðfræði.
Dr. Swinton er alþjóðlega leiðandi fræðimaður, meðal annars á sviði fötlunarguðfræði og praktískrar guðfræði.
Árið 2012 gaf hann út bókina, Dementia: Living in the memories of God.
Þar tekst dr. Swinton meðal annars á við spurningar á borð við;
– Hver er ég, þegar ég hef gleymt því hver ég er?
– Hvað þýðir það að elska Guð og vera elskaður af Guði, þegar ég hef gleymt því hver Guð er?
Þess má geta að árið 2016 hlaut dr. Swinton, Michael Ramsey Prize verðlaunin fyrir bókina. En verðlaunin eru veitt á þriggja ára fresti, fyrir efnileg skrif innan guðfræðinnar.
Það er mikill fengur að fá dr. Swinton til landsins og vonumst við til að sjá sem flesta.
Fyrirlesturinn fer fram á ensku.
F.h. Guðfræðistofnunar og Digraneskirkju
Ingibjörg H. Stefánsdóttir,
doktorsnemi við guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ
netfang: ingibst@hi.is

8. mars 2017 - 14:18

Sr. Gunnar Sigurjónsson