Tónlistarmessa þar sem Kór Digraneskirkju fer á kostum verður kl. 11  sunnudaginn 7. maí. Kórinn mun syngja sína fegurstu sálma og lög. Kórstjórinn og organistinn Sólveig Sigríður Einarsdóttir lofar yndislegri guðsþjónustu. Við hvetjum alla sem unna góðum söng að koma og hlusta. Prestur sr. Magnús Björn Björnsson.

Á neðri hæðinni er sunnudagaskóli að venju undir styrkri stjórn Hugrúnar, Söru og Elíne.

Eftir messu njótum við þess að snæða hádegisverð í safnaðarsalnum  og eiga gott og gefandi samfélag.

3. maí 2017 - 10:19

Sr. Magnús Björn Björnsson