Séra Magnús Björn Björnsson sem verið hefur prestur í Digraneskirkju síðan árið 2000, hefur fengið tímabundið leyfi fram til áramóta.

Hann er nú settur sóknarprestur í Breiðholtsprestakalli sama tímabil.

Í stað hans mun frú Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, setja prest í Digraneskirkju frá 1. febrúar og til áramóta.

Val biskups ætti að verða ljóst í þessari viku.

23. janúar 2018 - 12:11

Sr. Gunnar Sigurjónsson