Séra Bára Friðriksdóttir hefur verið sett til embættis prests í Digraneskirkju fram til áramóta, þann tíma sem sr. Magnús Björn Björnsson er í leyfi.
Hann er núna settur sóknarprestur í Breiðholtsprestakalli.

Við fögnum sr. Báru og væntum mikils af starfskröftum hennar, reynslu og þekkingar.

Hún mun meðal annars annast um kirkjustarf eldri borgara og þjónustu messuþjóna, ásamt öllum almennum prestsstörfum hér í kirkjunni.

4. febrúar 2018 - 16:19

Sr. Gunnar Sigurjónsson