Æskulýðsdagurinn sunnudaginn 4 mars kl 11.

Þann dag verða börn og unglingar meira áberandi í guðsþjónustunni en venjulega.

Það verður leikrit, bænagjörningur, búningaball, kötturinn sleginn úr tunnunni og pylsupartý.

Allir krakkar og unglingar sem vilja fá hlutverk eru beðnir um að koma kl 10:45.

Fermingarbörn og foreldrar þeirra eru sérstaklega hvött til að mæta.

Fermingarfræðsla er kl 12:30 og 14 um undirbúning fermingar og kannski um kærasta og kærustur.

 

Við hlökkum til að sjá ykkur,

1. mars 2018 - 13:34

Sr. Gunnar Sigurjónsson