Bílamessa á Uppstigningardag 12. maí kl. 20

Þú ert hér: ://Bílamessa á Uppstigningardag 12. maí kl. 20

Við höfum gjarnan haldið Fornbílamessu á Uppstigningardag, kirkjudegi aldraðra og köllum það „kirkjudag aldraðra bíla“ 🙂 

Messan er í samstarfi við Fornbílaklúbbinn. sr. Gunnar Sigurjónsson leiðir guðsþjónustuna, Sólveig Sigríður Einarsdóttir organisti annast um orgelleik og Einar Clausen syngur af sinni alkunnu snilld. 

Fornbílaklúbburinn sér svo um veitingar með kaffinu á eftir. Fornbílunum er raðað á bílaplan kirkjunnar fyrir alla að sjá og dást að fyrir og eftir messu.

Allir eru velkomnir.

By |2018-05-02T12:44:13+00:002. maí 2018 12:43|