Digraneskirkja fer í safnaðarferð sunnudaginn 13. maí í samstarfi við Fornbílaklúbbinn.
Mæting er í Digraneskirkju kl. 9 og þá fá menn smávegis morgunhressingu áður en við röðum okkur í bílana.
Lagt af stað klukkan 10 og keyrt eins og leið liggur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Þar mun sr. Kristinn Jens Sigurþórsson taka á móti hópnum og segja frá stað og kirkju.
Í hádeginu þiggjum við hádegisverð í Vatnaskógi þar sem KFUM&K reka sumarbúðir og kirkjan hefur sent fermingarbörn sín til uppfræðslu mörg undanfarin ár.
Við rennum í hlað á Hernmámssetrinu að Hlöðum, þar sem Gaui tekur á móti okkur og við fáum kaffi og kleinu sem er í verulegri yfirstærð.
Nauðsynlegt er að skrá sig, bæði þau sem ætla að þiggja far og þau sem ætla að annast akstur.
Skráning er hér
Þátttökugjald er kr. 2.000 á mann (kaffi, matur, aðrar veitingar og leiðsögn – niðurgreitt af Digranessöfnuði og Fornbílaklúbbnum)
2. maí 2018 - 16:36
Sr. Gunnar Sigurjónsson