Aðalsafnaðarfundur Digranessóknar verður haldinn í safnaðarheimili Digraneskirkju, sunnudaginn 10. júní klukkan 13.
Messa verður klukkan 11 og málsverður í safnaðarsal eftir messu (kr. 500).
Að því loknu verður aðalsafnaðarfundurinn í safnaðarsalnum.
Dagskrá aðalsafnaðarfundar er:
1. Skýrsla formanns
2. Ársreikningar Digranessóknar
3. Ávarp sóknarprests
4. Upplýsingar frá Héraðsfundi Reykjavíkurprófastsdæmis eystra
5. Áætlaðar framkvæmdir og viðhald
6. Kosning í sóknarnefnd / Kjörnefnd
vegna brottfalls úr sóknarnefnd / kjörnefnd
7. Önnur mál
18. maí 2018 - 15:26
Sr. Gunnar Sigurjónsson