Helga Kolbeinsdóttir sótti um stöðu æskulýðsfulltrúa Digraneskirkju.
Hún kynnir sig sjálf með þessum orðum:
„Ég er 34ra ára menntaður guðfræðingur og fjölskylduráðgjafi. Frá unga aldri hef ég átt heimagengt í KFUM og KFUK og verið leiðtogi í barnastarfi um margra ára skeið. Mér hefur alltaf þótt sérlega gefandi að vinna með börnum og unglingum og fá að miðla til þeirra kærleiksboðskap kristinnar trúar og hef fengið fjölmörg tækfæri til þess, bæði í barnastarfi KFUM og KFUK, í sunnudagaskólastarfi og síðar í prestþjónustu, en ég starfaði sem prestur í Noregi í 3 ár. Ég hlakka til að taka við keflinu af Eline sem æskulýðsfulltrúi í Digraneskirkju, í samstarfi við allt það góða fólk sem þar þjónar. “
Við bjóðum hana velkomna til starfa og væntum mikils af henni í sunnudagaskólanum, æskulýðsstarfi og fermingarfræðslu.
10. júlí 2018 - 10:27
Sr. Gunnar Sigurjónsson