Flytjendur eru Fabien Fonteneau, organisti og píanisti frá Toulouse í Frakklandi og Hólmfríður Friðjónsdóttir, söngkona, söngkennari og kórstjóri, búsett í Stykkishólmi. Leiðir þeirra lágu saman sumarið 2007 í gegnum frönsk hjón sem voru á ferðlagi í Stykkishólmi og heyrðu til Hólmfríðar þar í kirkjunni og buðu henni að koma til Frakklands, þau þekktu organista sem þau vildu kynna hana fyrir. Þetta fallega tónlistarsamband hefur nú varað í 11 ár og hafa þau hittst nánast á hverju ári, í Toulouse, í Budapest og er þetta í þriðja skiptið sem Fabien kemur hingað upp, en þau hafa haldið tónleika víða um land.

Hér eru á ferðinni ljúfir og sumarlegir tónleikar þar sem flutt verða orgelverk m.a. eftir Buxtehude, Boёl og Guilmant ásamt nokkrum kirkjuaríum helstu meistaranna, frönskum og íslenskum sönglögum, m.a. eftir Berlioz, Duparc, Poulanc, Atla Heimi Sveinsson og Sigfús Einarsson.

Tónleikarnir hefjast kl.20.00 og aðgangseyrir er kr.2000. Ekki er posi á staðnum.

16. júlí 2018 - 12:10

Sr. Gunnar Sigurjónsson