Syrgjendur eru hvattir til að mæta í allra heilagra messu sunnudaginn 4. nóvember kl 11 og minnast látinna ástvina.

Þá verður látinna minnst með tendrun kerta og lesin verða upp nöfn þeirra sem jarðsungin hafa verið frá Digraneskirkju síðasta árið og eru skráð í prestsþjónustubók Digranesprestakalls.
Kammerkór kirkjunna syngur undir stjórn Sólveigar Sigríðar Einarsdóttur organista. Prestur er Bára Friðriksdóttir.

Það verða veitingar í safnaðarsal að messu lokinni.

Fermingarfræðsla kl 12:30 og fermingarbörn fá bauka til að  safna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar.

2. nóvember 2018 - 14:33

Helga Kolbeinsdóttir