Það líður að jólum.
Unglingamessan sem verður í Digraneskirkju 16. desemeber kl 20 verður undir áhrifum jóla. Popphljómsveitin Sálmari sér um tónlistina, tveir fermingardrengir lesa jólasögu,
ljóðið Jól eftir Stefán frá Hvítadal lesið og það verða sungin jólalög ásamt fjörugu efni.
Þetta er tilvalin jólastund fyrir alla fjölskylduna.
Verið hjartanlega velkomin með ykkar barni eða börnum.
13. desember 2018 - 19:19
Sr. Gunnar Sigurjónsson