Lagið I Can Only Imagine er vinsælasta kristilega lag allra tíma, fór sigurför um heiminn og er enn spilað á útvarpsstöðvum um allan heim. Við bjóðum þér nú á frumsýningu þessarar mögnuðu myndar sem segir sögu lagsins, sem við þekkjum svo vel en hins vegar þekkja færri söguna á bak við lagið og hvernig það fæddist fram hjá Bart Millard, söngvara hljómsveitarinnar MercyMe, í erfiðum samskiptum hans við drykkfelldan föður. Bræðurnir Jon og Andrew Erwin leikstýra myndinni og meðal leikara eru þau J. Michael Finley, Priscilla Schirer og Dennis Quaid. Myndin er með íslenskum texta og hún er leyfð fyrir 12 ára og eldri. 

Aðgangur er ókeypis en tekið er á móti frjálsum framlögum. Gestum er velkomið að taka með sér veitingar, vilji þeir hafa eitthvað að narta í. 

 

13. september 2019 - 13:54

Helga Kolbeinsdóttir